Verðbólgan, mælist nú 3,6% eftir 0,20% hækkun vísitölu neysluverðs í desember frá fyrri mánuði að því er Hagstofa Íslands segir frá.

Þar með er ársmeðaltal vísitölunnar 2,8% hærra en árið 2019, en það hafði verið 3,0% hærra það ár frá árinu áður og 2,7% hærra árið 2018.

Hækkunin nú er nokkuð minni en 3,7% verðbólgan sem greiningarfyrirtækið Jakobson Capital reiknaði með en á pari við spá greiningar Íslandsbanka , sem jafnframt spáir 2,9% verðbólgu að meðaltali á næsta ári.

Hækkun verðbólgunnar nam 3,5% í nóvember, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá lækkaði verðbólgan þá eilítið frá október þegar hún hafði hækkað í 3,6% frá 3,5% verðbólgu septembermánaðar.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,14% í desember frá því í nóvember, og þar með er verðbólgan án húsnæðisliðar 4,0%. Ársmeðaltalið án húsnæðis er 3,0% hærra í ár en árið 2019. Samsvarandi breyting var 2,6% árið 2019 og 0,9% árið 2018.