Árshækkun vísitölu neysluverðs nam 4,5% í október, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, en verðbólgan mældist 4,4% í síðasta mánuði. Vísitalan hækkaði um 0,59% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis nam 3,0% í október.

Hagstofan bendir á að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hafi hækkaði um 1,4% á milli mánaða sem hafði 0,23 prósentustiga áhrif á vísitöluna. Verð á bensíni og olíum hækkaði um 4,2% sem leiddi til 0,13% prósentu hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans höfðu báðar spáð því að verðbólga myndi mælast 4,5%. Hins virðist sem mánaðarhækkun vísitölunnar hafi verið umfram spár bankanna en Íslandsbanki gerði ráð fyrir að hún yrði 0,5% og Landsbankinn átti von á 0,4% mánaðarlegri hækkun.

Bankarnir tveir eiga von á að verðbólgan aukist næstu mánuði. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að hún nái 4,7% í janúar og Landsbankinn spáir því að hún nái 4,8% á fyrsta mánuði næsta árs.