Tólf mánaða verðbólga í Bretlandi mældist 4,2% í desember. Það er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar, sem ætti að róa Englandsbanka sem nú reyndir að örva hagkerfið. Hagfræðingar höfðu spáð lækkandi verðbólgu þar sem bensínverð lækkaði í desember og miklar útsölur voru við helstu verslunargötur.

Verðbólgan lækkaði meira milli mánaða fyrir þremur árum. Þá var breska hagkerfið á jaðri samdráttarskeiðs. Hagfræðingur hjá Markit segir við Financial Times að frekari lækkun verðbólgu muni auka ráðstöfunarfé fólks og eiga sinn þátt í að örva hagvöxt á þessu ári.