Tólf mánaða verðbólga í evruríkjunum mældist 2,8% í apríl. Hefur hún ekki verið hærri í yfir 30 mánuði samkvæmt Wall Street Journal. Það sem ræður mestu um þessa þróun er hækkandi verð á eldsneyti og rafmagni auk þess sem húsnæði, áfengi og tóbak hefur hækkað. Vísar WSJ í gögn frá EuroStat í frétt sinni

Þessi niðurstaða er talin styrkja þá skoðun að evrópski seðlabankinn, ECB, þurfi að herða peningalegt aðhald með hækkun stýrivaxta í evrulöndunum sautján. Það sé nauðsynlegt þrátt fyrir gríðarlegan skuldavanda nokkurra ríkja eins og Grikklands, Írlands og Portúgal. ECB hækkaði stýrivexti síðast um 25 punkta 7. apríl síðastliðinn í fyrsta sinn síðan um mitt ár 2008.

Hækkunin er reyndar lítil milli mars og apríl. Tólf mánaða verðbólga í mars 2011 mældist 2011 en var 1,6% á sama tíma árið 2010.