Útsölur
Útsölur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí er 379,9 stig og hækkaði um 0,11% frá fyrra mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Greining Íslandsbanka spáði því fyrr í mánuðinum að vísitala neysluverð myndi haldast óbreytt frá júní til júlí. Á sama tíma var verðbólguspá IFS greiningar birt og hljóðaði hún upp á hækkkun á vísitölu neysluverð um 0,1% í júlí sem er í samræmi mælingar Hagstofu Íslands.

Lækkunaráhrif vegna sumarútsala og hækkunaráhrif vegna veikingar krónu, hækkunar launa á vinnumarkaði og verðhækkunar á íbúðamarkaði vógust á og hækkunaráhrif voru meiri . Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverð hækkað um 5,0%