Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,35% milli október og nóvember. 12 mánaða verðbólga er því 2,0%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,58% milli mánaða og hefur hækkað um 0,3% síðustu 12 mánuði.

Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 13,7% í mánuðinum og verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 0,7%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,8%.

Arion banki hafði spáð 2,3% verðbólgu, en Íslandsbanki og Landsbankinn höfðu spáð 2,1% verðbólgu. Verðbólgan hækkar þó frá því í október, þegar hún mældist 1,8%.