Víetnam
Víetnam
Verðbólgan í Víetnam í ágúst er kominn upp í 23% og er þetta tólfti mánuðurinn í röð sem verðbólgan þar í landi hækkar. Verðbólguaukninguna má m.a. rekja til þess að verð á mat og drykkjum hefur hækkað um 34%. Þá hefur olíuverð hækkað sem lækkað hefur gengi gjaldmiðilsins í landinu.

Sumir hagfræðingar segja ástæðu hækkunarinnar vera aðgerðir stjórnvalda við að takmarka lánsfé en Seðlabankinn í Víetnam hefur hækkað lántökukostnað nokkrum sinnum á árinu. Þá stendur jafnfram til að takmarka lánsfé bankanna frekar. Þá á að lækka lágmarkslaun í landinu frá og með 1.október.

Vishnu Varathan, hagfræðingur, spáir því að verðbólgan muni lækka jafnt og þétt á næstu mánuðum en verði þó í tveggja stafa tölu fram á mitt ár 2012.