Árshækkun vísitölu neysluverðs mældist 4,6% í apríl, samanborið við 4,3% í mars. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í febrúar 2013. Þetta kemur fram í frétt vef Hagstofunnar .

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,5% sem hafði 0,4% áhrif á vísitöluna. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 1,1% sem hafði 0,16% áhrif á hækkun vísitölunnar.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,38% milli mánaða og um 4,6% á ársgrundvelli.