*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 29. maí 2018 09:00

Verðbólgan lækkar niður í 2%

Verðbólgan í maí lækkar úr 2,3% í 2% milli mánaða. Án húsnæðis mælist verðbólga 0,2%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,09% í maí frá fyrra mánuði en án húsnæðis nemur lækkunin 0,03% að því er Hagstofan greinir frá. Flugfargjöld til útlanda lækka um 9,7%.

Verðbólgan, það er vísitala neysluverðs undanfarna tólf mánuði, var 2,0% í maí, en án húsnæðis mælist verðbólgan 0,2%.

Í apríl var verðbólgan 2,3% og 2,8% mánuðinn þar á undan, þegar verðbólgan fór í fyrsta skipti yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í fyrsta skipti í fjögur ár. Á því tímabili hefur verðbólgan farið lægst niður í 1,4%, en það var í september á síðasta ári.