Árshækkun vísitölu neysluverðs nam 4,3% í júní, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Verðbólgan hefur lækkað um rúmlega 0,3 prósentustig frá því að hún mældist 4,6% í apríl og er nú komin á sama stað og í mars síðastliðnum. Verðbólgan hefur verið yfir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans frá því í janúar síðastliðnum, eða í sex mánuði.

Vísitala neysluverðs í júní hækkaði um 0,26% frá fyrri mánuði. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 0,7% sem hefur 0,12% áhrif á vísitöluna.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala án húsnæðis hækkað um 3,6%.