Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl hækkaði um 0,78% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,74% frá mars. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% og vísitalan án húsnæðis um 6,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,9% sem jafngildir 12,0% verðbólgu á ári (14,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Verð á fötum og skóm hækkaði um 2,6% (vísitöluáhrif 0,14%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,0% (0,14%) og verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 1,9% (0,12%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,0% (0,13%). Þar af voru 0,19% áhrif af hækkun markaðsverðs og -0,06% af lækkun raunvaxta.