Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% á milli mánaða og mælist verðbólga nú 2,4%. Ef húsnæði er undanskilið verðbólgutölunum þá mælist hér 1,1% verðbólga. Til samanburðar mælist 2,3% verðbólga í apríl en 3,3% verðbólga í maí í fyrra.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að flugfargjöld lækkuðu um 8,1% á milli mánaða á sama tíma og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) jókst um 0,9%.