Árshækkun vísitölu neysluverðs mældist 8,8% í maí sem er um 1,2 prósentustiga hækkun frá því í maí þegar verðbólgan mældist 7,6%. Vísitalan hækkaði um 1,41% á milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri á Íslandi frá því í október 2009.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 1,09% frá síðasta mánuði og hefur nú hækkað um 6,5% á ársgrunni.

Í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% á milli ára, kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hækkaði um 2,9% og verð á bensíni og olíum hækkaði um 10,4%.

Verðbólgutölurnar í júní voru yfir spám greiningardeilda bankanna, m.a. þar sem húsnæðis- og bensínverð hækkaði umfram spár. Greining Íslandsbanka hafði spáð því vísitala neysluverðs myndi hækka um 1,0% á milli mánaða og að verðbólgan yrði því 8,4% í júní. Hagfræðideild Landsbankana gerði ráð fyrir því að verðbólgan færi upp í 8,7%.