Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkaði í kjölfarið á undirritun nýrra kjarasamninga sem voru undirritaðir um síðustu helgi. Fjallað er um þetta í greiningu IFS. Þar segir að hækkun launa hafu verið minni en búist var við og væntanleg áhrif kjarasamninga á verðlag því að öllum líkindum minni en gert var ráð fyrir. Almenn laun hækka um 2,8% en að lágmarki um 8.000 krónur á mánuði.

Ávöxtunarkröfur óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkuðu á mánudag um 9-18 punkta á meðan ávöxtunarkröfur verðtryggðra skuldabréfa hækkuðu um 4-11 punkta.