„Þetta yrði mikið verðbólguhögg sem þessu fylgdi og þegar upp væri staðið hefði hún vafalítið étið upp þessar launahækkanir að fullu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um það ef samið yrði við hópa launþega á öllum vinnumarkaðnum um 30% launahækkanir í komandi kjaraviðræðum, líkt og samið var um við lækna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Þórarinn Gunnar Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, tekur í sama streng og segir að slík launahækkun myndi valda algerri kollsteypu. Hún myndi jafnframt kalla á töluverða hækkun vaxta að öðru óbreyttu.