Verðbólga í evrulöndum hækkaði um 0,5 prósentur í september, töluvert meira en búist var við. Verðbólgan hefur ekki verið hærri þar í þrjú ár, að því er Bloomberg greinir frá. Aukin verðbólga flækir enn frekar verkefni Evrópska seðlabankans í baráttunni við skuldavanda á svæðinu.

Ársverðbólga á evrusvæðinu mælist 3% í september, frá því að vera 2,5% í ágúst. Samkvæmt spá Bloomberg var gert ráð fyrir óbreyttri ársverðbólgu milli mánaða.