Í liðinni viku hækkuðu löng verðtryggð skuldabréf um 1,38% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,46%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,38% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,04%. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að greiningaraðilar hafi heldur verið að hækka verðbólguspár sínar og hafi það greinilega haft áhrif á markaðinn og verðbólguótti fjárfesta hafi aukist. Þetta megi glöggt sjá á eftirspurninni í þeim útboðum sem haldin hafi verið í vikunni.