Verðbólgutölurnar sem Hagstofan birti í morgun er þvert á spár greiningaraðila. Greining Íslandsbanka og IFS Greining gerðu báðar ráð fyrir því að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1% á milli mánaða. IFS Greining taldi verðbólguna fara við þetta úr 5,3% í október í 5,4%. Bæði Greiningardeildir Arion Banka og reyndar Íslandsbanka líka bjuggust við að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1% á milli mánaða verðbólga haldast óbreytt.

Samkvæmt tölum hagstofunnar hélst vísitala neysluverðs óbreytt á milli mánaða og dró úr verðbólgu, hún fór úr 5,3% í 5,2%. Fyrir ári mældist 2,5% verðbólga. Í nóvember 2009 mældist 8,6% verðbólga og var hún þá að fara niður úr hæstu hæðum á þessari öld.

Greiningardeildir bankanna slá þrátt fyrir þetta naglann á höfuðið. Eins og þær bentu báðar á reynist mánuðurinn fremur tíðindalítill og lítið sem hreyfi við verðbólgutölunum.

Verðbólguspá Arion Banka

Verðbólguspá Íslandsbanka