Fleiri stjórnendur telja að aðstæður í atvinnulífinu séu góðar en slæmar samkvæmt könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var framkvæmd fyrir Samtök atvinnulífsins og Se'ðlabanka Íslands.

Tæplega helmingur stjórnenda telur að aðstæður batni á næstu sex mánuðum og álíka stór hópur telur þær verða óbreyttar. Nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir starfsmenn í iðnaði og byggingarstarfsemi. Stjórnendur gera ráð fyrir fremur lítilli fjölgun starfsmanna næstu sex mánuði.

Að jafnaði vænta stjórnendur 2,5% verðbólgu næstu 12 mánuði og hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið minni síðastliðin fjögur ár. Miðgildi væntinga stjórnenda um verðbólgu næstu 12 mánuði er 2,5% en að meðaltali búast þeir við 2,3% hækkun vísitölu neysluverðs á næstu 12 mánuðum.

Könnunin var gerð á tímabilinu 10. nóvember til 4. desember 2014 og voru spurningar 7. Í úrtaki voru 450 stærstu fyrirtæki landsins, miðað við heildarlaunagreiðslur, og svöruðu 275 þeirra þannig að svarhlutfall var 61%.

Finna má nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar hér .