Verðbréf á bandaríska markaðnum hækkuðu í dag. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 191 stig eða 1,2% meðan Standard & Poor’s hækkaði um 1,2%. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 1%.

Hráolíuverð hækkaði einnig. Brent-olía hækkaði um 5,3% í dag, en tunna af hráolíu kostar nú 29,46 Bandaríkjadali. Hækkunin verkaði sem dálítið hlé á lækkuninni sem hefur hrjáð hlutabréfamarkaði um heim allan.

Fleiri markaðir eru nú metnir til bjarnar en áður, en eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær er FTSE 100 markaðurinn nú metinn til bjarnar eftir 20% verðfall síðan í apríl síðasta árs.

Auk þess er japanski Nikkei-markaðurinn metinn til slíks hins sama. Dow Jones hefur fallið um 9% það sem er liðið af árinu, og S&P náði sínum lægstu lægðum síðan 2014 í gær.