*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Fólk 5. maí 2012 13:05

„Verðbréfamiðlarinn ungi á Wall Street“

Guðmundur Franklín hefur komið víða við. Til dæmis á Wall Street, hóteli í Prag, Útvarpi sögu og nú síðast í Hægri grænum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðmundur Franklín Jónsson hefur komið víða við í íslensku samfélagi og eru stjórnmálin nýjasta viðfangsefnið. Guðmundur Franklín lærði viðskiptafræði við Johnson & Wales háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum.

Eftir að Guðmundur sneri heim úr námi opnaði hann staðinn Fisk og franskar sem var fyrsta eiginlegi fiskiskyndibitastaðinn á Íslandi. Hann staldraði þó ekki lengi við heldur réð sig starfa sem verðbréfamiðlari á Wall Street, aðeins 27 ára gamall. Sé nafni Guðmundar flett upp í fjölmiðlum frá þessum tíma má sjá að hann var vinsæll álitsgjafi fjölmiðla og hlaut töluverða umfjöllun sem „verðbréfamiðlarinn ungi á Wall Street“.

Guðmundur var á þessum tíma orðaður við ýmis verkefni, svo sem yfirtöku á fiskskyndibitakeðjunni Arthur Treacher´s og byggingu papprísverksmiðju á Reykjanesi. Þá var hann sagður mikilvægur þátttakandi í endurfjármögnun Íslenska útvarpsfélagsins með tilstuðlan Chase Manhattan bankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.