© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Eignir verðbréfasjóða námu 252,9 milljörðum króna í lok október og hækkuðu um 7,3 milljarða milli mánaða, samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Þar af námu eignir fagfjárfestasjóða um 209,7 milljörðum króna í lok október, og lækkuðu um 531 milljónir frá fyrri mánuði. Í frétt Seðlabankans kemur fram að byrjað var að safna gögnum fyrir fagfjárfestasjóði í síðasta mánuði.

Eignir fjárfestingasjóða námu 46,5 milljörðum og hækkuðu um 2,3 milljarða milli mánaða.

Í fyrsta sinn eru nú eignir sjóða flokkaðar og birtar eftir tegundum sjóða, það er eftir fjárfestingastefnu hvers sjóðs. Eftir þessari skiptingu eru skuldabréfasjóðir langstærstir með nærri 75% af heildareignum.