Eignir verðbréfasjóða námu 260,4 milljörðum króna í lok mars og lækkuðu um 3,5 milljarða á milli mánaða. Eignir fjárfestingarsjóða hækkuðu hins vegar um 2,2 milljarða króna á milli mánaða og námu 56,8 milljörðum króna í lok mars.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að eignir fagfjárfestasjóða námu 235,3 milljörðum króna í lok mars og lækkuðu um 2,8 milljarða í mánuðinum. Í mars jukust eignir í þeim sjóðum sem flokkast sem hlutabréfasjóðir um 3,2 milljarða króna og í blönduðum sjóðum um 0,8 milljarða. Á móti lækkuðu eignir skuldabréfasjóða um 6,3 milljarða króna í mánuðinum.

Heimili og lífeyrissjóðir áttu samtals 58% hlutdeildarskírteina verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða í lok mars.