© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 39 milljarða króna í maí 2011. Nettó eign innlendra aðila í erlendum verðbréfum jókst um 48 milljarða króna í mánuðinum og var aukningin mest í erlendum skuldabréfum. Nettó eign erlendra aðila í innlendum verðbréfum jókst um 8,9 milljarða króna í maí 2011. Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabanka Íslands.