© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 15 milljarða króna í júní 2011. Nettó eign innlendra aðila í erlendum verðbréfum jókst um 17 milljarða króna í mánuðinum og var aukningin mest í erlendum skuldabréfum. Nettó eign erlendra aðila í innlendum verðbréfum jókst um 1,7 milljarða króna í júní 2011.

Staða markaðsskuldabréfa nam 1.914 milljörðum króna í lok júní 2011 og hækkaði um 12 milljarða króna í mánuðinum. Staða ríkisvíxla lækkaði um 6,2 milljarðra króna í júní 2011. Þá hækkaði markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöll um 2,5 milljarða króna af því er fram kemur í hagtölum Seðlabanka Íslands.