Helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála í dag vegna vandræðagangsins hjá verst stöddu evruríkjunum, sérstaklega Spáni sem hefur fengið frest hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að skila inn nýrri áætlun um niðurskurð á fjárlögum og skuldaafskrift á næstu árum. Þá bætir ekki úr skák að vandinn hefur skekið spænska bankageirann sem þarf að greiða dýrum dómi fyrir hverja nýja evru sem þeir taka að láni.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags lækkað um 1,7%, Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,8% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi fallið um 2,13%. Þá hefur Ibex-vísitalan í kauphöllinni á Spáni fallið um 2,6%.

Þá hefur Dow-vísitalan í Bandaríkjunum lækkað um 1,1%, S&P 500-vísitalan farið niður um 1,23% og Nasdaq-vísitalan lækkað um rúmt 1%.