*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 31. október 2020 15:04

Verðhækkanir hjá Netflix

Netflix hyggst hækka verð á tveimur áskriftarleiðum. Fjöldi nýrra áskrifenda fjölgaði hægar á þriðja ársfjórðungi en spáð var.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Netflix í Los Angeles.
epa

Fjöldi streymisveita hefur aukist allnokkuð sem leiðir til aukinnar samkeppni. Því má ætla að Netflix hafi þónokkrar áhyggjur en félagið hefur ákveðið að hækka verð sitt, í fyrsta skiptið síðan í janúar árið 2019.

Hefðbundin mánaðaráskrift mun fást á 13,99$, andvirði tæplega tvö þúsund króna, og hækkar um einn Bandaríkjadal. Dýrari áskrift Netflix mun hækka úr 15,99$ í 17,99$ en ódýrari áskrift Netflix mun enn fást fyrir 8,99$ á mánuði.

Verðhækkunin kemur í kjölfar þess að fjöldi áskrifenda hafa aukist hægar en gert var ráð fyrir. Mikill uppgangur var hjá Netflix á fyrsta og öðrum ársfjórðungi sökum áhrif af kórónuveirufaraldrinum.

Áskrifendum fjölgaði um 2,2 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020, um 300 þúsund færri en gert var ráð fyrir. Vöxturinn var einkum hægur í Norður-Ameríku þar sem áskrifendum fjölgaði um 180 þúsund en á öðrum ársfjórðungi þessa árs fjölgaði áskrifendum um 2,9 milljónir á téðu svæði. Í lok árs er gert ráð fyrir að áskrifendur Netflix verði orðnir um 200 milljónir.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem nú bjóða upp á sambærilega þjónustu og Netflix má nefna Walt Disney, AT&T, HBO og Amazon. WSJ segir frá.

Stikkorð: Netflix streymisveita