Á síðustu mánuðum hefur matvöruverð hækkað um allt að 26% í vöruhúsi Costco í Kauptúni, ef miðað er við verðathuganir 4. júlí, 5. september annars vegar og frá því í gær, 2. nóvember.

Hefur verð hækkað nokkuð í verði á níu af fimmtán vörum, en verð fjögurra haldið óbreytt, meðan tvær höfðu svo lækkað í verði, að því er Fréttablaðið greinir frá, sem gerði síðustu verðathugunina, en hinar tvær eru úr verðlagseftirliti ASÍ.

Mest var hækkunin á Smjörva, eða 26,4%, fór 400 g askja úr 379 krónum 4. júlí í 479 í gær. Jafnstór askja af rjómaosti, einnig frá MS, hefur hækkað um 20% frá því 5. september en lítraverð Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum hefur hækkað jafnmikið. Bananar hafa síðan hækkað um tæp 16%.

Síðan var það 500 g hreint skyr frá MS sem hafði lækkað mest, eða um helming milli kannana, en hún kostaði 438 krónur 4. júlí en 217 krónur í gær. Síðan hafði poki af rauðum eplum lækkað um 13%