Nú fyrir helgi hækkaði verð á einni röð í Víkingalottói úr 50 krónum í 70 krónur.

Á vef Getrauna, sem hefur umsjón með Víkingalottóinu hér á landi, hefur verið haldist óbreytt í rúm 7 ár eða síðan í ágúst 2004.

„Miðað við verðlagsþróun ætti verð á einni röð að vera 82 krónur, en stjórn Íslenskrar getspár hefur ákveðið að hækka aðeins í 70 krónur. Þessi hækkun leiðir til hærri vinningsupphæða í íslensku vinningsflokkunum,“ segir á vef Getrauna en rétt er að minna á að allir vinningar eru skattfrjálsir.

Samkvæmt töflu sem birt er á vef Getrauna er röðin þó ódýrust á Íslandi, en dýrust í Eistlandi þar sem hún kostar 103 krónur. Í Noregi kostar röðin 82 kr., í Danmörku kostar hún 85 kr. og í Svíþjóð kostar hún 71 krónu.