Verðlagsnefnd búvara ákvað á fundi sínum að hækka heild­ söluverð á mjólk og mjólkur­ afurðum um 4% á dögunum en þá hefur heildsöluverð á þessum vörum hækkað um 22,62% frá því í nóvember 2008. Heildsöluverðið fór í 79,92 krónur í lausu máli 1. nóvember 2008 en í dag er það 98 krónur.

Verðtryggð­ar skuldir heimilanna eru um 1.249 milljarðar króna. Þar af eru 659 milljarðar hjá Íbúðalánasjóði, 414 milljarðar innan bankakerf­isins og 176 milljarðar hjá lífeyrissjóðunum.

Verðhækkun á mjólk og mjólkurafurðum um 4% mun því skila sér í hækkun verðtryggðra lána heimilanna um rúmlega einn milljarð króna (1.075 milljónir króna) að því gefnu að hækkunin fari út í verðlagið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.