BMX
BMX
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Veruleg hækkun hefur verið á verði reiðhjóla síðustu ár. Frá árinu 2008 hefur verðið hækkað um 72,2% sem er mun meiri en verðhækkun á bílum en þeir hafa hækkað um 32,2% á sama tíma. Gengisbreytingar, verðhækkanir erlendis og hækkun á flutningskostnaði segja innflytjendur hjóla vera skýringuna á verðhækkuninni.

Árið 2007 voru seld um 27 þúsund reiðhjól en mikill samdráttur hefur verið í sölunni því síðustu ár hefur salan verið um 13-14 þúsund hjól.

Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri hjá GÁP, segir í samtali við Mbl að fyrir hrun hafi margir verið að kaupa leiktæki þegar þeir keyptu hjól, en nú séu menn að kaupa hjól sem farartæki.