Verðlag lækkaði um 0,1% á evrusvæðinu í septembermánuði og er það í fyrsta skipti sem verðhjöðnun mælist þar á síðastliðnum sex mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu evruríkjanna, en BBC News greinir frá málinu.

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hafði áður varað við því að verðhjöðnun gæti mælst á svæðinu í mánuðinum.  Verð á orku lækkaði um 8,9% milli mánaða og er helst orsakavaldur hjöðnunarinnar. Verðbólga á evrusvæðinu á tólf mánaða tímabili mælist nú 0,9%, sem er sama prósenta og í ágústmánuði.

Seðlabanki Evrópu býst við því að verðbólga muni nema 0,1% á þessu ári, en muni aukast í 1,5% á næsta ári og 1,7% árið 2017.