Vísitala neysluverðs á evrusvæðinu á ársgrundvelli lækkaði um 0,2% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn síðan í september sem verðbólga dregst saman, en þá drógst hún saman um 0,1%.

Verðbólga mældist 0,3% í janúar en eins og áður sagði mælist nú verðhjöðnun sem nemur 0,2%. Mikil lækkun orkuverðs er helst orsökin, en orkuverð lækkaði um 8% í mánuðnum, en það lækkaði um 5,4% í janúar.

Þessar nýju tölur hafa dregið mjög úr trúnni að magnbundnar íhlutanir Seðlabanka Evrópu séu að hafa tilætluð áhrif. Peningastefnunefnd bankans mun funda þann 10 mars nk. en þetta er talið auka líkur á því að bankinn muni auka við aðgerðir sínar.