Verðhjöðnun í Bretlandi mældist 0,1% í aprílmánuði samkvæmt nýjum tölum frá hagstofunni þar í landi. BBC News greinir frá þessu.

Þetta er í fyrsta skipti sem verðhjöðnun verður í landinu frá því að hagstofan hóf samræmdar mælingar á vísitölu neysluverðs árið 1960. Englandsbanki hafði áður varað við því að verðhjöðnun gæti mælst í landinu á stuttu tímabili í landinu á árinu.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir að verðhjöðnunin verði einungis tímabundin. Hún væri ekki af hinu illa, heldur væri hún afleiðing af lækkandi olíuverði og kæmi sér vel fyrir breskar fjölskyldur nú þegar meðallaun í landinu eru farin að hækka.