Verðbólga mælist aðeins 0,9% innan Evrópusambandsins, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Aðrar eins tölur hafa ekki sést í fjögur ár. Til samanburðar er 3,6% verðbólga hér á landi. Verðbólga mældist 1,3% innan Evrópusambandsins í september. Á sama tíma mælist nú 0,7% verðbólga innan evruríkjanna.

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir um verðbólgutölurnar að ef verðbólgutölunum er skipt niður eftir löndum þá sé ljóst að verðhjöðnun hafi greinst í fjórum ESB-ríkjum, þ.e. á Grikklandi, Búlgaríu, Kýpur og á Írlandi. Litlu munar að það sama sé upp á teningnum á Spáni, í Lettlandi og Portúgal.