Nú í dag mælist verðbólga 3,2% en 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist einungis 3,1% sem er lægsta hækkun í 8 ár. Því er hækkun íbúðaverðs að meðaltali hægari en vísitala neysluverðs og því er verðhjöðnun á íbúðamarkaði að raunvirði. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka.

Íbúðaverð er að hækka nokkuð jafnt hvort sem litið er til landsbyggðarinnar eða til höfuðborgarsvæðisins en íbúðaverð á landsbyggðinni hefur hækkað um 3,3%. Til samanburðar nam árshækkun íbúðarverðs 6,9% miðað við nafnverði og 3,2% miðað við raunvirði í lok síðasta árs. Þessi mikla breyting gæti gefið sterk kynni um að hægt hafi á fasteignamarkaðnum.

Íslandsbanki bendir á að útsölulok vegi hvað mest í hækkun vísitölunnar en verð á fötum og skóm hækkaði um 8,7% í ágúst.

Að auki spáir Íslandsbanki hjaðnandi verðbólgu á komandi mánuðum og áætla þau að verðbólga muni mælast 2,5% í lok árs og því vera við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í grein Íslandsbanka er nefnt að helstu óvissuþættir spárinnar sé veiking krónunnar og launakröfur í kjarasamningum en á móti gæti þróun á íbúðaverðs leitt til minni verðbólgu en spáð er.

Hækkun íbúðaverðs, Íslandsbanki
Hækkun íbúðaverðs, Íslandsbanki
© Aðsend mynd (AÐSEND)