Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,58% milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 1,06% milli mánaða.

Vetrarútsölur hafa áhrif á vísitöluna. Verð á fötum og skóm lækkaði um 13% (áhrif á vísitöluna -0,57%), verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði auk þess um 9,3% (-0,14%). Verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,3% (-0,11%).

Kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,8% (0,22%). Mestu munaði um hækkun kostnaðar vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð leiga) um 0,8% (0,13%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 0,6%.