Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því í gær að verðhjöðnun vofi yfir evrusvæðinu og verði stýrivextir af þeim sökum að vera lágir sökum þess hversu veikburða efnahagslíf myntsvæðisins er enn eftir skuldakreppuna. Verðbólga mælist nú 0,7% á evrusvæðinu og er það nokkuð undir 2% verðbólgumarkmiðum seðlabankans.

Á sama tíma vísaði Draghi því á bug að stjórn seðlabankans væri að íhuga að færa innlánsvexti niður fyrir núllið.

Reuters-fréttastofan segir Draghi hafa lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að halda stýrivöxtum lágum til að koma hagkerfi evruríkjanna á réttan kjöl á nýjan leik.