*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 22. nóvember 2013 16:11

Verðhjöðnun vofir yfir evrusvæðinu

Mario Draghi segir mikilvægt að halda stýrivöxtum lágum á meðan hagkerfi Evrópu réttir úr kútnum.

Ritstjórn

Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því í gær að verðhjöðnun vofi yfir evrusvæðinu og verði stýrivextir af þeim sökum að vera lágir sökum þess hversu veikburða efnahagslíf myntsvæðisins er enn eftir skuldakreppuna. Verðbólga mælist nú 0,7% á evrusvæðinu og er það nokkuð undir 2% verðbólgumarkmiðum seðlabankans. 

Á sama tíma vísaði Draghi því á bug að stjórn seðlabankans væri að íhuga að færa innlánsvexti niður fyrir núllið. 

Reuters-fréttastofan segir Draghi hafa lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að halda stýrivöxtum lágum til að koma hagkerfi evruríkjanna á réttan kjöl á nýjan leik. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is