Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað töluvert það sem af er degi. Eftirfarandi lækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum í Evrópu frá því að opnað var fyrir viðskipti:

  • FTSE 100 lækkað um 2,6%
  • DAX hefur lækkað um 3,24%
  • CAC 40 hefur lækkað um 2,7%
  • Stoxx 600 hefur lækkað um 3,12%

Miklar lækkanir hafa einnig verið í Kauphöllinni á Íslandi það sem af er degi. Úrvalsvísitalan hefur lækkaði um meira en 2% á fyrsta hálftíma viðskipta.

Lækkanirnar koma í kjölfar mikillar lækkunar í Kína , en mörkuðum þar í landi var lokað 30 mínútum eftir að opnað var fyrir viðskipti (og af þeim 30 mínútum var lokað fyrir viðskipti í 15 mínútur).