Hlutabréf í Bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing féll um 6,8% í viðskiptum gærdagsins eftir að Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna tilkynnti að það væri að rannsaka fyrirtækið vegna mögulegra bókhaldsbrota. Mest féllu bréfin um tæplega 12% stuttu eftir tilkynninguna, en þau jöfnuðu sig þó þegar leið á daginn og, eins og áður sagði, enduðu í lækkun um 6,8%.

Brotin sem eru til rannsóknar snúa að því að fyrirtækið hafi ekki upplýst fjárfesta um hönnunar- og framleiðslukostnað á 787 Dreamliner og 747 jumbo flugvélunum. Fyrirtækið er ásakað um að hafa ekki greint rétt frá framleiðslukostnaði og áætluðum sölutölum á flugvélunum.

Innan við sólahring áður en upp komst um rannsóknina þá tilkynnti Boeing að það myndi skera niður fjölda starfa innan fyrirtækisins. Boeing virðist vera undir í samkeppni við helsta keppinautinn, Airbus. Félagið hefur þegar skorið niður 4.000 störf á síðustu árum.