Hlutabréf í franska bílaframleiðandanum Renault hafa fallið um rúmlega 21% það sem af er degi en húsleit var gerð í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrr í dag. Talið er að húsleitin hafi verið gerð í kjölfar rannsóknar á útblæstri bifreiða Renault.

Fulltrúi stéttarfélags verksmiðjustarfsmanna Renault, Florent Grimaldi,  staðfesti að fulltrúar efnahagsbrotadeildar Frakklands hefðu heimsótt verksmiðjur Renault og framkvæmd rannsóknir á vélum bílaframleiðandans.

Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Volkswagen varð í september sl. uppljós um að hafa svindlað á útblástursreglum. Hlutabréf í félaginu hrundu í kjölfarið og félagið mun þurfa að greiða sektir vegna málsins, sem verða líklega himinháar.