Þær verðhugmyndir sem nefndar hafa verið í tengslum við sölu Kaupþing á Arion banka eru óraunhæfar að mati Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar sem á sæti í slitastjórn Kaupþing. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum, fylgiblaði Morgunblaðsins í dag.

Jóhannes segir að þær verðhugmyndir sem stjórnin hafi í tengslum við sölu á 87% hlut Kaupþing í Arion banka séu fjarri 0,6 til 0,8 af bókfærðu eigin fé bankans. Jóhannes segir að þessar hugmyndir séu óraunhæfar og að hann segir að verðmiðinn á bankanum sé allt annar. Bankinn sé búinn að fara í gegnum endurskipulagningu og grunnur hans sé mjög sterkur.

Jóhannes segir einnig að mikill áhugi sé á hlutafé Kaupþing í Arion banka og fjölmargir aðilar hafi sett sig í samband við slitastjórnina.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í byrjun nóvember þá er setið um Arion banka, en nokkri aðilar höfðu þá þegar hafið vinnu af því að safna saman fjárfestum til að gera tilboð í allt hlutafé Arion banka.