Sadiq Kahn borgarstjóri London, segir að það verði erfiðara að koma í veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir í London, sigri Thrersa May þingkosningarnar á næstkomandi fimmtudag. Segir hann að sigri May, muni hún koma í gegn en frekar niðurskurðaraðgerðum hjá lögreglunni.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Kahn þar sem hann lofaði hugrekki þeirra lögreglumanna sem stöðvuðu hryðjuverkaárás í London á síðastliðið laugardagskvöld þar sem sjö manns létu lífið. Kahn sagði jafnframt að ef áætlaðar niðurskurðaraðgerðir Íhaldsflokksins til löggæslu næðu í gegn, myndi London missa á bilinu 3.400 til 12.800 lögreglumenn.

May hefur neitað að gefa það upp hvort hún hyggist snúa við þeim niðurskurðaraðgerðum sem áttu sér stað þegar hún var innanríkisráðherra frá 2010 til 2016. Á þeim tíma fækkaði lögreglumönnum í Bretlandi um 20.000

Öryggismál eru orðin eitt stærsta kosningamálið í Bretlandi fyrir þingkosningarnar sem fara fram á fimmtudaginn næstkomandi eftir hryðjuverkaárásirnar í Manchester og London.