Kauphöllin hefur fellt niður viðskiptin þegar tilkynnt var um kaup Landsbankans á tæplega 20,8 milljónum hluta í Nýherja á verðinu 3,5 krónur á hlut í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að mistök hafi átt sér stað og verði viðskiptin tilkynnt á ný á réttu verði. Eignarhluturinn jafngildir um 5% hlut í Nýherja.

Gildruklettar, félag Einars Sveinssonar, Benedikts Jóhannessonar og Halldórs Teitssonar, flögguðu sölu á bréfunum á föstudag og barst tilkynning um það í gær að Landsbankinn hafi keypt bréfin. Vb.is, vefur Viðskiptablaðsins, greindi frá því í kjölfarið að viðskiptin hafi verið liður í skuldauppgjöri Gildrukletta við Landsbankans.

Fram kom m.a. í umfjölluninni að á sama tíma og eignir Gildrukletta námu 207 milljónum króna í lok árs 2009 samkvæmt síðasta birta ársuppgjöri. Á móti námu skuldir 477,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 271 milljón krónur. Þá kom fram að eignir félagsins sem skráðar voru í Kauphöll höfðu lækkað verulega í verði.