Það verð sem Arion banki greiddi fyrir 51% hlut í Verði tryggingum er nokkru hærra en verð stóru tryggingafélaganna þriggja þegar horft er til hlutfalls markaðsvirðis og eigin fjár. Kaupverð Varðar gerir ráð fyrir því að allt hlutafé í Verði sé 37,3 milljónir evra, eða um 5,3 milljarðar íslenskra króna. Í samanburðinum hér er horft til stöðu efnahagsreikninga tryggingafélaganna þriggja í ársbyrjun 2015 og markaðsvirðis þeirra á sama tímabili.

Stærð Varðar er mun minni en hinna tryggingafélaganna, eigið fé félagsins aðeins um 21,5% af eigin fé TM og 16,9% af eigin fé Sjóvár. En þegar hlutfall markaðs- eða kaupvirðis af eigin fé er skoðað sést að það er mun hærra hjá Verði en hinum. Hlutfallið er 1,799 hjá Verði en á bilinu 1,056 hjá Sjóvá og 1,372 hjá TM.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .