Samkvæmt grein Morgunblaðsins þá hefur IKEA á Íslandi lækkað verð á vörum sínum í þriðja skipti á þremur árum.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að lækkunin mun nema 3,5% og mun hafa áhrif á um 300 milljón króna veltu. IKEA segir því raunlækkun nema 22,5% á fimm árum.

Þórarinn Ævarsson segir í viðtali við Morgunblaðið að styrking krónunnar, lækkun olíuverðs og lægri flutningskostnaður hafi haft áhrif og því vilji þeir skila því til viðskiptavina sinna.

Talið er að á nýliðnu rekstrarári hafi sala fyrirtækisins hækkað um 21% mælt í rúmmetrum vöru sem er afhent.