Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað það sem af er degi.

Verð á Brent hráolíu hefur lækkað um 26 sent og stendur nú í 40,13 Bandaríkjadölum á tunnuna. Verð á Texas hráolíu hefur lækkað um 35 sent og stendur nú í 38,15 dölum á tunnuna.

Að mati greiningardeildar Morgan Stanley þá er skortsala og mikil birgasöfnun að halda aftur að verðhækkunum. Bankinn sagði að olíuverð hefði náð botninum, en þó myndi það eiga í erfileikum með að rjúfa 45 dala múrinn í náinni framtið, jafnvel þótt að Bandaríkjadalur haldi áfram að veikjast.

Virkum olíuborpöllum í Bandaríkjunum fækkaði í síðustu viku, tólftu vikuna í röð, en þeir eru núna 386 talsins. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri síðan árið 2009.