Vöruverð hækkaði almennt á milli ára í febrúar og dróst velta í dagvöruverslun saman um 1,2% á föstu verðlagi. Á sama tíma hækkaði verð á dagvöru um 5,8% á milli ára, samkvæmt nýbirtum upplýsingum Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst . Athygli vekur hins vegar að á sama tíma og samdráttur var í flestum liðum sem upplýsingarnar ná til þá jókst sala á tölvum um um 28,5% á milli ára og farsímum um 24,5%. Sala á minni raftækjum jókst sömuleiðis. Þá jókst velta sérverslana um 20% á milli ára á föstu verðlagi.

Rannsóknarsetrið segir að fataverslanir og húsgagnaverslanir eigi enn erfitt um vik. Velta þeirra dróst mikið saman eftir hrun og hefur síðan verið á svipuð róli. Þá var velta fataverslunar um þriðjungi minni í febrúar síðastliðnum en í febrúar árið 2008 og húsgagnaverslun hefur dregist saman um 59% á þessu fimm ára tímabili.