Auglýsingaherferðin Inspired by Iceland hlaut á dögunum gullverðlaun á auglýsingahátíðinni í Cannes. Herferðin byggði á því að hvetja Íslendinga til að mynda persónuleg kynni við ferðamenn.

Hugmyndaflugið vantaði ekki; forsetinn bauð í pönnukökur, iðnarráðherra tók ferðamenn með í fótabað á Seltjarnarnesi og borgarstjórinn bauð í sushi. Þá bárust fregnir af fjölda Íslendinga sem til dæmis buðu ferðamönnum í prjónakennslu, ísbíltúr, kræklingatínslu og allt mögulegt! Heimboðin vöktu mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum og virðast því sannarlega hafa skilað sínu.