Blaðamannaverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2004, en þau eru veitt fyrir afburðastörf árið á undan.

Umgjörð og verklag þeirra hefur lítið breyst á þeim tíma, en helsta breytingin er sú að auk aðalverðlaunanna, rannsóknarblaðamennsku ársins og umfjöllunar ársins hefur hin síðari ár einnig verið veitt viðurkenning fyrir viðtal ársins.

Verðlaunin eru veitt nafngreindum blaðamönnum, stundum vinnufélögum, en einnig hefur komið fyrir að blaðamönnum á fleiri en einum miðli hafa verið veitt verðlaun fyrir umfjöllun um sama mál.

Að ofan er hins vegar tekið saman til hvaða helstu fjölmiðla verðlaunin hafa óbeint runnið í áranna rás.